Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
14.10.2014 16:27
Fjármálalæsi

Fjármálalæsi er ný valgrein í 10. bekk Garðaskóla í vetur. Tveir bekkir vinna að verkefnum tengdum fjármálum og læra um helstu hugtök fjármálanna. Að sögn Guðmundar Einarssonar sem kennir áfangann er áhugi nemenda ósvikinn og leggja nemendur sig fram í náminu. Meðal atriða til þessa er að komast að því hvað einn meðal unglingur kostar á mánuði og að efla verðvitund nemenda á helstu nauðsynjum. Á myndinni má sjá nokkra nemendur kanna verð á ýmsum matvælum og bera saman við sínar hugmyndir um verðið, áður en haldið var í verslun. Í náminu er stuðst við kennslubókina „Ferð til fjár“ eftir Breka Karlsson.

Til baka
English
Hafðu samband