Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Árgjald Hljóðbókasafnsins

03.10.2014 10:56

Í ágúst tilkynnti Hljóðbókasafn Íslands að notendur safnsins yrðu krafðir um greiðslu árgjalds til að viðhalda áskrift sinni. Lögum samkvæmt á námsefni ekki að kosta nemendur í grunnskólum neitt og því endurgreiðir Garðabær forráðamönnum grunnskólanemenda þetta árgjald.

Forráðamenn eru beðnir um að koma með kvittun fyrir árgjaldinu á skrifstofu Garðaskóla og skrá þar upplýsingar svo hægt sé að ganga frá endurgreiðslunni. Nánar má lesa um þetta í bréfi skólastjóra til forráðamanna þeirra nemenda sem eiga rétt á að nýta þjónustu Hljóðbókasafnsins (PDF).

Til baka
English
Hafðu samband