Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forvarnardagurinn 1. október

02.10.2014 12:53
Forvarnardagurinn 1. október

Forvarnardagurinn var haldinn í níunda sinn þann 1. október 2014. Hann er haldinn að frumkvæði forseta Íslands sem fékk í lið með sér: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Bandalag íslenskra skáta.  Með deginum er verið að koma á framfæri þremur heillaráðum sem rannsóknir hafa sýnt að geta stuðlað að því að ungmenni verða síður áfengi og fíkniefnum að bráð:

 • Samvera
 • Íþrótta- og tómstundastarf
 • Hvert ár skiptir máli

Dagskráin miðast við 9. bekk og samanstóð að þessu sinni af nokkrum verkefnum. Starfsemi íþrótta- og æskulýðsfélaga var kynnt stuttlega, umræðuhópar nemenda fjölluðu um spurningar sem tengjast heillaráðunum þremur og sýnt var myndband sem framleitt var í tilefni dagsins. Að lokum var nemendum bent á ratleik á netinu sem þeir geta tekið þátt í og þar eru vegleg verðlaun í boði.

Hér að neðan má lesa sýnishorn af niðurstöðum í umræðuhópum 9. bekkinga í Garðaskóla:

Spurning: Hverjar telur þú helstu ástæður þess að krakkar taki þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi?

 • Því þeir hafa áhuga á því að hitta aðra krakka, skemmta sér, hreyfa sig, gera eitthvað sem þeim finnst skemmtilegt.
 • Svo það sé léttara að vita hvernig maður á að hreyfa sig.

 Spurning: Hvernig íþrótta- g æskulýðsstarf mynduð þið vilja sjá þar sem fjölskyldan gæti tekið þátt saman?

 • Við teljum að hestamennska sé skemmtileg íþrótt fyrir alla fjölskylduna.
 • Fótbolti, sund, spil, keila,skautar, skíði.

Spurning: Er eitthvað sérstakt sem hefur vakið athygli þína í tengslum við íþrótta- og æskulýðsstarf undanfarið?

 • Fjölskyldur eru meira núna byrjaðar að stunda fleiri íþróttir saman, meira en áður.
 • Nei, ekkert sérstakt. Íþróttir eru orðnar fjölbreyttari.

Spurning: Hvað mynduð þið vilja gera oftar með fjölskyldunni?

 • Við myndum vilja borða brunch oftar með fjölskyldunni. Brunch er góður matur borðaður um hádegi.
 • Fara í ferðalög og útilegur. Fara í bíó. Út að borða. Hreyfa sig saman.

Spurning: Af hverju ætti fjölskyldan að verja sem mestum tíma saman að þínu áliti?

 • Styrkir sambandið á milli fjölskyldumeðlima. Að unglingar vita að einhverjum þykir vænt um þá og eru með stuðning.
 • Minni líkur á að maður drekki.

Spurning: Hvað getið þið gert til að vera meira með fjölskyldunni?

 • Vera minna með vinum.
 • Skipuleggja fjölskyldukvöld.

Spurning: Hvað græðir þú á því að drekka ekki áfengi á unglingsárunum?

 • Það er mjög óheilbrigt að byrja að drekka ungur. Þú getur einbeitt þér betur. Maður getur lent í áfengisvandamálum í framtíðinni.
 • Heilinn þinn getur þróast betur. Þú tekur betri ákvarðanir. Þú getur gert heimskulega hluti þegar þú drekkur.

Spurning: Hvaða stuðningur telur þú að sé bestur til að byrja ekki að drekka á unglingsárunum?

 • Æfa íþróttir, forvarnir, góðir vinir og fjölskylda.
 • Að hanga ekki með krökkum sem eru í þessu rugli. Betra líf og gott heimilislíf.

Spurning: Hvaðan kemur þrýstingur á unglinga til að hefja áfengisneyslu að þínu mati?

 • Að eldri krakkar pressa á þá yngri og líka vinsældin þannig að þeir halda að þetta sé svo nett.
 • Frá netinu, frá vinum, frá öðrum krökkum. 

 

Til baka
English
Hafðu samband