Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ársskýrsla Garðaskóla

24.09.2014 16:45

Ársskýrsla Garðaskóla 2013-2014 er komin út. Í skýrslunni er fjallað um það sem hæst bar í starfsemi Garðaskóla á skólaárinu 2013-2014. Upplýsingar um helstu verkefni starfsfólks, nemenda og foreldrafélags eru teknar saman. Skólastjórnendur og fagstjórar birta skýrslur um skólaárið. Ársskýrslunni er í senn ætlað að vera verkfæri í þróunarstarfi og innra mati skólans. Ársskýrslan er einnig mikilvæg heimild um skólastarf og inntak þess.

Í  ársskýrslunni birtast skýrslur um öflugt og skapandi starf sem starfsfólk, nemendur og foreldrar eru stoltir af. Öllum þeim sem lögðu til efni í skýrsluna er þakkað kærlega fyrir framlagið. Sigurður Stefán Haraldsson fær þakkir fyrir prófarkalestur.

Brynhildur Sigurðardóttir, skólastjóri

Til baka
English
Hafðu samband