Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upphaf skólastarfs í águst 2014

07.08.2014 13:14
Upphaf skólastarfs í águst 2014

Skrifstofa Garðaskóla opnar eftir sumarleyfi mánudaginn 11. ágúst og verður opin kl. 10-14 dagana 11.-22. ágúst. Frá 25. ágúst er skrifstofan opin á hefðbundnum tíma kl. 7.30-15.00 nema á föstudögum lokar hún kl. 14.30. Síminn í Garðaskóla er 590 2500 og netfangið er gardaskoli@gardaskoli.is.

Fyrsti skóladagur nemenda skólaárið 2014-2015 er mánudagurinn 25. ágúst. Upplýsingar um stundaskrár og starfið verða sendar heim í tölvupósti þegar nær dregur.

Garðaskóli mun ekki nota samskiptaforritið Mentor á komandi skólaári heldur taka upp nýjan vef: Námfús. Nemendur og forráðamenn fá kynningu á Námfús á fyrsta skóladegi og leiðbeiningar um notkun vefsins.


Til baka
English
Hafðu samband