Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umferð raf- og reiðhjóla

08.05.2014 09:21
Umferð raf- og reiðhjólaÁ vordögum fara nemendur og starfsmenn að ferðast meira á raf- eða reiðhjólum. Það er ánægjulegt að fólk sé í auknum mæli að ganga eða hjóla á leið í vinnu og skóla. Umferð á lóðum Garðaskóla og Flataskóla hefur aukist til muna og því miður ástæða til að hafa áhyggjur af ákveðnum atriðum því samfara. Margir nemendur eru hjálmlausir á farartækjunum og alltof algengt er að tveir sitji saman á rafvespum og keyri of hratt á göngustígum. 

Við biðjum forráðamenn um að fylgjast vel með unglingunum sínum og notkun þeirra á raf- og reiðhjólum. Mikilvægt er að ræða við þá um þær leiðbeiningar sem lögregla hefur birt um notkun rafhjóla og leggja áherslu á að allir sýni ábyrgð í notkun á tækjum sem geta valdið slysum. Því miður er raunin sú að nokkur slys á börnum, unglingum og eignum hafa orðið við Flata- og Garðaskóla vegna óábyrgrar vespu notkunar.

Með samstarfskveðju,

stjórnendur Garðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband