Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
29.01.2014 16:00
Áhugasviðskönnun í 10. bekk

Nýlega stóð nemendum í 10. bekk til boða að taka áhugasviðskönnunina Bendill 1, sem er ætlað að aðstoða nemendur við val á námi eða starfi. Könnunin er hönnuð frá grunni hér á landi og er byggð á íslenskum atriðum sem endurspegla vinnumarkað og námsframboð hérlendis.

90 nemendur í 10. bekk ákváðu að nýta sér þessa þjónustu hjá námsráðgjöfum Garðaskóla. Námsráðgjafar vinna úr niðurstöðum með hverjum nemanda og munu einstaklingsviðtöl standa yfir næstu 2-3 vikurnar.

 

Til baka
English
Hafðu samband