Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gegn einelti í Garðaskóla

20.01.2014 10:50
Gegn einelti í Garðaskóla

Allir nemendur í Garðaskóla hafa fengið fræðslu um einelti þetta skólaárið. Nemendaráðgjafar voru með jafningjafræðslu fyrir nemendur 8. bekkja í minni hópum og námsráðgjafi var með fræðslu um einelti í lífsleiknitímum í 9. og 10. bekkjum. Þar var lögð sérstök áhersla á félagslegt einelti sem felur m.a. í sér útilokun úr félagahópi, svipbrigði, augngotur og að gera lítið úr einstaklingi.

Nemendur voru m.a. hvattir til að taka ekki þátt í einelti, láta vita ef þeir vita af einelti og vera opnir og  fordómalausir gagnvart samnemendum sínum. Það er nauðsynlegt að hafa umræðuna um einelti opna bæði heima og í skólanum og nota hvert tækifæri til að ræða gildi góðra samskipta. 

Hér má sjá nokkrar myndir frá degi gegn einelti sem haldinn var í Garðaskóla þann 8. nóvember sl. Fleiri myndir frá deginum má sjá í myndaalbúmi.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband