Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
13.01.2014 16:36
Nýtt fréttabréf GarðaskólaFréttabréf Garðaskóla var sent út í dag til nemenda, foreldra og starfsmanna. Fréttabréfið birtist nú sem rafrænt tölvupóstbréf og vonumst við til að það nýtist vel til aflestrar í dagsins önn. Í fyrstu tilraun geta viðtakendur lent í því að fréttabréfið lendi í "ruslpóstinum" og því biðjum við lesendur um að gæta að því þar ef það birtist ekki sjálfkrafa í innhólfinu.

Meðal efnis í fréttabréfinu er:

  • starfslok skólastjóra
  • góður árangur nemenda
  • sjálfboðaliðaverkefni Garðaskóla
  • blár dagur gegn einelti
  • endurskoðun skólanámskrár
  • skólaþing Garðaskóla

Fréttabréf má líka alltaf nálgast á vef Garðaskóla.

Til baka
English
Hafðu samband