Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
20.11.2013 09:03
Rýmingaræfing í Garðaskóla

Miðvikudaginn 20. nóvember var haldin rýmingaræfing í Garðaskóla. Viðvörun var sett af stað rétt fyrir kl. 11 og neyðarsírena í kjölfarið. Allir starfsmenn og nemendur yfirgáfu þá húsið á rólegan og yfirvegaðan hátt. Starfsmenn meta í kjölfarið hvað gekk vel og hvað hefði mátt gera betur.

Nemendur fengu kynningu á rýmingaráætlun skólans fyrir nokkrum vikum og æfingin er nauðsynleg til að styrkja rétt viðbrögð nemenda og starfsmanna ef á þarf að halda. Starfsmenn fengu fyrr í haust námskeið í eldvörnum og kynningu á endurskoðaðari viðbragðs- og áfallaáætlun skólans.

Næsta rýmingaræfing er á dagskrá í upphafi skólaársins 2014-2015.

 

Til baka
English
Hafðu samband