Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Blár dagur gegn einelti

08.11.2013 12:12
Blár dagur gegn einelti

Í tilefni blás dags gegn einelti mættu nemendur og starfsfólk bláklædd í skólann í dag. Umræður fóru fram í umsjónarbekkjum og að þeim loknum unnu nemendur í hópum að því að semja slagorð gegn einelti. Að lokum söfnuðust allir saman í miðrými skólans, hengdu slagorðin sín upp og skoðuðu afrakstur annarra hópa. Þar var margt um manninn. 

Myndir frá deginum eru nú komnar í myndasafnið okkar en hér má sjá nokkur sýnishorn.


Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband