Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Innlit í margmiðlun og náttúrufræðispyrlar

01.11.2013 14:40
Innlit í margmiðlun og náttúrufræðispyrlar

Í dag voru 8. bekkingar á vappi og spurðu nemendur, kennara og annað starfsfólk spurninga um sveppi. Könnunin var liður í náttúrufræðitíma dagsins. Við smelltum að sjálfsögðu mynd af stúlkunum í 8. NT sem lögðu fyrir okkur könnun í dag.

Einnig var litið við í margmiðlunartíma en þar kepptust nemendur við að teikna í þrívídd í Blender forritinu. Á skjám nemenda sáust ýmsar verur og form. Það verður áhugavert að fylgjast með teikningum sem koma munu frá þessum snillingum.

Myndir dagsins eru komnar í myndasafnið.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband