Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Matsalan komin í eðlilegt horf

30.08.2013 12:02
Matsalan komin í eðlilegt horfMatsala Garðaskóla er flutt á sinn hefðbundna stað og nemendum stendur til boða heitur matur og önnur lausavara. Hægt er að staðgreiða mat með peningum og greiðslukortum. Þar sem Skólakort Garðaskóla hefur verið lagt niður er unnið að uppsetningu á nýju greiðslukerfi í samstarfi við Skólamat og nánari upplýsingar um það verða sendar foreldrum um leið og þau mál skýrast.

Það er ánægjulegt hversu margir nemendur í skólanum eru komnir í áskrift að heitum mat. Úrval af annari vöru mun í vetur taka mið af viðmiðum Heilsueflandi skóla og stjórnendur skólans biðja nemendur um að leyfa sér að fylgjast með hvað þeim líkar.


Til baka
English
Hafðu samband