Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaslit í Garðaskóla

08.06.2013 14:32
Skólaslit í GarðaskólaSkólaslit í öllum árgöngum Garðaskóla fóru fram föstudaginn 7. júní. Að venju komu 8. og 9. bekkur saman á sal að morgni til þar sem Helga María Ólafsdóttir deildarstjóri stýrði látlausri kveðjuathöfn. Nemendur sem hafa í vetur leitt starf Garðalundar fengu viðurkenningu og sömuleiðis nemendur sem fengur yfir 9 í meðaleinkunn við lok skólaársins.

Síðdegis mættu síðan útskriftarnemendur skólans með fjölskyldum sínum. Sigurrós Gunnarsdóttir deildarstjóri stýrði hátiðlegri athöfn á sal skólans. Eftir ávarp skólastjóra fluttu Sylwia Murszewska og Tetyana Litvinenko fallegt tónlistaratriði. Annalísa Hermannsdóttir og Guðmundur Ásgeir Guðmundsson fluttu kveðjuræður nemenda þar sem þau lýstu tímanum í Garðaskóla á einlægan og skemmtilegan hátt. Guðmundur lauk ræðu sinni með píanóleik og að honum loknum steig Ragnar Gíslason skólastjóri í pontu og fluttu þakkar- og kveðjuávarp. Athöfninni lauk með afhendingu viðurkenninga og síðann nutu gestir samveru og veitinga.

Starfsfólk Garðaskóla þakkar nemendum, aðstandendum og nærsamfélagi skólans frábært samstarf í vetur.

 

Myndir frá útskrift


Skólaárið 2012 - 2013
Til baka
English
Hafðu samband