Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
30.01.2013 11:32
Stuttmyndin Fáðu já sýnd í 10. bekk Í umsjónartíma í morgun komu nemendur í 10. bekk saman á sal og horfðu á stuttmyndina Fáðu já sem sýnd er í öllum grunnskólum landsins í dag. Markmið myndarinnar er að skýra mörkin milli kynlífs og ofbeldis, vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta sjálfsvirðingu í nánum samskiptum. 

Í næsta umsjónartíma fá nemendur tækifæri til að ræða innihald myndarinnar í hópum og munu kennarar og námsráðgjafar stýra þeirri umræðu. 

Við bendum foreldrum á að hægt er að nálgast myndina á síðunni www.faduja.is og notað innihald hennar til að eiga samtal um þessi mikilvægu málefni við börn sín.

Til baka
English
Hafðu samband