Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Blátt áfram í heimsókn í Garðaskóla

17.01.2013 16:43
Fulltrúar frá forvarnarsamtökunum Blátt áfram komu í heimsókn til okkar í Garðaskóla í vikunni og hittu alla nemendur í 8.bekk. Blátt áfram eru sjálfstæð félagasamtök og er tilgangur samtakanna að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. 

Það gera þau með skipulagðri fræðslu þar sem rætt er um kynferðislegt ofbeldi og hvernig börn geti varið sig gegn því. Þá er börnunum bent á hvert þau geta leitað sér aðstoðar ef á þeim hefur verið brotið. Það er mikilvægt að bæði forráðamenn og skólafólk sé vakandi fyrir líðan barnanna og hiki ekki við að bregðast við ef grunur leikur á kynferðislegu ofbeldi eða annars konar ofbeldi.

Til baka
English
Hafðu samband