Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Síðasti kennsludagur í Garðaskóla er 20. desember.

18.12.2012 11:23

Dagskráin er eftirfarandi:

Allir nemendur mæta klukkan 9.00.

Jólastund 8. bekkja hefst á sal skólans. Boðið verður upp á veitingar, dansað kringum jólatréð undir spili og söng nemenda. Eftir það fara nemendur í umsjónarstofur þar sem fram fer skipulögð dagskrá með umsjónarkennara.
Jólastund 9. og 10. bekkja hefst í umsjónarstofum þar sem fram fer skipulögð dagskrá með umsjónarkennara. Síðan verður boðið upp á veitingar á sal skólans, dansað kringum jólatréð þar sem nemendur í samspili syngja og spila jólalög.

Með jólakveðju,
Starfsfólk Garðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband