Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur Garðaskóla lesa upp

07.12.2012 08:30
Nemendur Garðaskóla lesa uppÞann 6. desember sl. tilnefndi Félag fagfólks á skólasöfnum, íslenska barna- og unglingabók til Norrænu barnabókaverðlaunanna 2013. Að þessu sinni varð bókin Játningar mjólkurfernuskálds eftir Arndísi Þórarinsdóttur tilnefnd. Athöfnin fór fram í Álfhólsskóla í Kópavogi. Þrír nemendur úr Garðaskóla, þær Karítas Marý Bjarnadóttir, Lovísa Rut Tjörvadóttir og Snædís Sunna Thorlacius lásu upp úr bókinni við athöfnina.
Norrænu barnabókaverðlaunin verða afhent í Færeyjum næsta sumar en á vormánuðum mun koma í ljós hvaða barna- og unglingabók hlýtur þann heiður í ár. Íslenskir rithöfundar hafa nokkrum sinnum hlotið þessi verðlaun og má þar nefna Guðrúnu Helgadóttur, Kristínu Steinsdóttur, Ragnheiði Gestsdóttur og Brynhildi Þórarinsdóttur.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband