Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldramorgunn hjá 9. ÓÁG

28.11.2012 13:54
Foreldramorgunn hjá 9. ÓÁG

Að morgni 28. nóvember var haldið morgunverðarboð hjá 9 ÓÁG, þar sem að nemendur brutu upp skólastarfið og höfðu sameiginlegan morgunverð. Stúlkurnar í bekknum komu með meðlæti, brauð, rúnstykki og álegg, en drengirnir sáu um ávaxtadjúsinn og ostinn. Sumir nemendur komu einnig með spil í tímann. Bekkjarfulltrúum og foreldrum  var boðið að kíkja í heimsókn og taka þátt í sameiginlegum morgunverði. Þarna áttu nemendur og foreldrar notalega stund saman og fengu heimsókn af aðstoðarskólastjóra og skólastjóra.  Myndir...

 Kveðja, Ólafur

 

Til baka
English
Hafðu samband