Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
19.11.2012 14:52
Dagur skólansMikil gleði ríkti er nemendur héldu upp á afmæli skólans og Dag íslenskrar tungu föstudaginn 16. nóvember. Nemendur og starfsmenn mættu í sparifötunum, skólinn var skreyttur og tónlistin ómaði. Afmælisnefnd skólans sem samanstóð af tólf nemendum úr 10. bekk útbjó metnaðarfulla dagskrá. Dagurinn hófst á því að nemendur og starfsmenn fengu áletraða borða og annan glaðning. Upp úr klukkan ellefu dönsuðu allir kónga stofu úr stofu og út í íþróttahús. Í íþróttahúsinu fór fram skemmtidagskrá sem samanstóð af leikjum, söng og keppni. Leynigestur kom í lokin sem stýrði dansi sem allir tóku þátt í.
Dagskrá vegna Dags íslenskrar tungu var á þann veg að hver árgangur fór á bókasafnið, hlýddi á upplestur úr bókinni Hrafnsauga eftir þá Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson. Vakti upplesturinn mikla lukku sem og dagurinn í heild. Glaðir og glæsilegir unglingar tóku þátt í og undirbjuggu heilbrigða og skemmtilega dagskrá sem við getum verið verulega stolt af.

Myndir...

Til baka
English
Hafðu samband