Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur íslenskrar tungu - upplestur á skólasafni

16.11.2012 11:16
Dagur íslenskrar tungu - upplestur á skólasafniÍ tilefni af Degi íslenskrar tungu fengum við í Garðaskóla tvo unga rithöfunda í heimsókn á skólasafni. Þeir heita Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson. Þann 7. nóv. síðastliðinn hlutu þeir íslensku barna-og unglingabókaverðlaunin 2012 fyrir bók sína „Hrafnsauga“.  Þeir  lásu upp úr bókinni fyrir alla nemendur skólans og sögðu frá tilurð sögunnar.
Til baka
English
Hafðu samband