Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýir vefir

09.11.2012 08:02
Nýir vefirNýir vefir Garðabæjar og grunnskóla bæjarins voru opnaðir í gær 8. nóvember.

Nýju vefirnir hafa samræmt útlit og uppbyggingu sem á að auðvelda notendum vefjanna að rata um þá. Við hönnun þeirra hefur veftrjánum einnig verið breytt með það að markmiði að auðvelda fólki að finna þær upplýsingar sem það leitar að.

Nýir vefir Garðabæjar og grunnskólanna eru fyrsti áfanginn að því að endurnýja alla vefi Garðabæjar en þeir eru nú 13 talsins.

Vefirnir eru á slóðinni:

www.gardabaer.is

www.flataskoli.is

www.hofsstadaskoli.is

www.gardaskoli.is og

www.sjalandsskoli.is

Vefirnir eru allir unnir í íslenska vefumsjónarkerfinu Lisu frá Advania.
Til baka
English
Hafðu samband