Skyndihjálp
11.10.2012 10:21

Nemendur í skyndihjálparhópnum fengu tækifæri til að taka þátt í stærstu hópslysaæfingu sem haldin hefur verið á Íslandi í síðustu árum. Haldin var flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 6. Október. Þar mættu 100 manns til að leika sjúklinga svo að viðbragðsaðilar á borð við lögreglu, slökkvilið, björgunarsveitir, Rauða krossinn og Landspítala gætu æft viðbrögð við stóru hópslysi. Æfingin gekk mjög vel og þrír nemendur í hópnum tóku þátt. Þar mátti reyndar sjá nokkra fyrrverandi nemendur úr Garðaskóla einnig. Í vetur munu svo nemendur í skyndihjálp fara í vettvangsferðir og heimsækja björgunarsveit og slökkvilið.