Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Glæsilegur árangur í stærðfræðikeppni FG

29.03.2012
Glæsilegur árangur í stærðfræðikeppni FG Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólana í Garðabæ og Álftanesi var haldin í FG 20. mars síðastliðinn. Alls tóku 60 nemendur þátt, 35 stelpur og 25 strákar. Garðaskóli var mjög sigursæll eins og oft áður og unnu til sjö verðlauna.
Arion banki og Heimilistæki sáu um verðlaunin að þessu sinni sem voru reiknivélar, minnislyklar og peningur.
Verðlaunaafhending fór fram 28. mars og verðlaunahafarnir voru:
8. bekkur
1. sæti Huldar Hlynsson - Garðaskóli
2. sæti Sigrún Júlía Finnsdóttir - Garðaskóli
3. sæti Gabríela Hauksdóttir - Garðaskóli
9. bekkur
1. sæti Sara Ósk Þorsteinsson - Garðaskóli
2. sæti Hrafnkell Þráinsson - Garðaskóli
3. sæti Einar Hrafn Árnason - Sjálandsskóli
10. bekkur
1. sæti Bjarki Páll Hafþórsson - Sjálandsskóli
2. sæti Sigrún Perla Gísladóttir - Garðaskóli
3. sæti Harpa Guðrún Hreinsdóttir - Garðaskóli

Við stærðfræðikennararnir í Garðaskóla viljum óska þeim innilega til hamingju, kveðja Elena
Til baka
English
Hafðu samband