Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Páskaleikur 9. HÓ

28.03.2012
Páskaleikur 9. HÓ

Síðastliðnar vikur hefur páskaleikur verið í gangi hjá 9. HÓ. Leikurinn fólst í því að hver nemandi kom með mynd af sér á aldrinum 0 – 2ja ára að heiman sem hengdar voru upp á vegg í umsjónarstofu bekkjarins. Hafa myndirnar verið til sýnis undanfarinn mánuð og hafa menn velt vöngum yfir því hver eigi hvaða mynd.
Nemendur stofnuðu sjóð sem notaður var til páskaeggjakaupa og var efnt til myndagetraunar sl. miðvikudag. Sara Þrastardóttir var ein með öll nöfnin rétt en dregið var úr réttum lausnum hjá hinum þremur sem hlutu verðlaun. Nemendur og kennari höfðu gaman af leiknum.
Óskum við öllum nemendum og starfsmönnum Garðaskóla gleðilegra páska.

Myndir....

Til baka
English
Hafðu samband