Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kynningar á valgreinum

29.02.2012

Kynningar á valgreinum
þriðjudaginn 6. mars kl. 8.20 – 9.20

Nú er komið að því að nemendur velji sér valgreinar fyrir vetur 2012-2013

Foreldrum ásamt nemendum er boðið að koma á kynningu á valgreinum í skólanum og stendur hún yfir frá kl. 8.20 – 9.20. Kennsla skv. stundaskrá hefst þennan dag kl. 9.50.

Hver valgrein verður með kynningu í „sinni“ stofu og nemendur geta farið á milli með forráðamönnum og kynnt sér betur hvað er í boði og hvernig tilhögun á kennslu valgreinarinnar er háttað.

Nemendur hafa fengið í hendur bækling með upplýsingum um valgreinarnar og fara með sér heim. Forráðamenn og nemendur eru beðnir um að vera búnir að kynna sér vel bæklinginn áður en kynningin fer fram og mjög gott er að hafa hann með sér á kynninguna.

Óskir um valgreinar eru settar á viðeigandi eyðublað. Skiladagur á eyðublaðinu, er miðvikudaginn 7. mars.

Lögum samkvæmt á fjöldi kennslustunda í töflu að vera sem næst 37 stundum á viku.

Þeim nemendum sem nú stunda nám í „flugferðum“ 9. bekkjar verður boðið að taka framhaldsskólaáfanga í 10. bekk.

Nemendum og forráðamönnum er velkomið að hafa samband ef eitthvað er óljóst eða ef þeir óska frekari aðstoðar vegna námsvals.

Okkar bestu kveðjur,

umsjónarkennarar, námsráðgjafar og skólastjórnendur.

Til baka
English
Hafðu samband