Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kynning á lestrarkennsluforritinu Easy Tutor

06.02.2012
Miðvikudaginn 8. febrúar nk. ætla stjórnendur Garðaskóla að bjóða nemendum sínum, sem glíma við lestrarerfiðleika af einhverju tagi, og foreldrum þeirra á kynningarfund í Garðaskóla þar sem lestrarkennsluforritið EASY TUTOR verður kynnt. Hrönn Birgisdóttir iðjuþjálfi frá TMF Tölvumiðstöð mun segja frá forritinu og notkunarmöguleikum þess. Fundurinn hefst klukkan 17:00 og verður í stofu 301.

Lestrarkennsluforritið EASY TUTOR er sérstaklega hannað fyrir einstaklinga með lestrarerfiðleika og gagnast námsmönnum á öllum skólastigum bæði í leik og starfi. Forritið gefur notendum möguleika á að getað lesið, skoðað og yfirfarið texta með röddum sem eru innbyggðar í Dolphin Tutor hugbúnaðinn.

Sveitarfélagið Garðabær hefur gert samning við söluaðila EASY TUTOR og ætlar að bjóða nemendum á grunnskólaaldri sem eiga við lestrarerfiðleika að etja forritið til afnota meðan þeir stunda nám í grunnskólum bæjarins. Nemendur verða sjálfir að eiga fartölvu sem þeir nota í skóla og heima en Garðabær lánar þeim forritið endurgjaldslaust.

Allir áhugasamir boðnir velkomnir !


Til baka
English
Hafðu samband