Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Framhaldsskólakynning

04.02.2012
FramhaldsskólakynningÞann 1.febrúar var haldin árleg framhaldsskólakynning fyrir nemendur í 10.bekk og forráðamenn þeirra. Kynningin var fyrir alla 10.bekkinga í Garðabæ og á Álftanesi. Kvöldið var vel heppnað og hafa aldrei verið eins margir framhaldsskólar hér hjá okkur ásamt fulltrúa frá Menntamálaráðuneyti sem var til taks fyrir þá sem vildu fá upplýsingar um innritun í framhaldsskóla. Það voru margir sem lögðu sitt fram til að gera viðburðinn sem glæsilegastan. Þar má nefna fjölmarga úr starfsliði skólans, nemendaráðgjafa, foreldrafulltrúa og aðra foreldra. Við þökkum þeim öllum fyrir góða og gagnlega samverustund.
Til baka
English
Hafðu samband