Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Spænskunemendur gera veggspjöld

30.01.2012
Spænskunemendur gera veggspjöld

Næstkomandi miðvikudag koma framhaldsskólarnir og kynna starfsemi sína fyrir nemendum og foreldrum þeirra. Við þetta tækifæri er oft sýnd vinna nemenda og hér eru nemendur í spænskuvali að gera veggspjöld í þeim tilgangi. Þótt orðaforði þeirra sé ekki ennþá mikill þá er ekki það sama sagt um áhugann. Nemendur nota orðabækur og netið til að afla upplýsinga og leitast við að láta veggspjöldin sýna eitthvað sem tengist landi og menningu spænskumælandi landa eða bara endurspegla það sem þeir hafa lært í vetur.

Myndir..

Til baka
English
Hafðu samband