Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðilega hátíð

20.12.2011
Gleðilega hátíðStarfsfólk Garðaskóla óskar nemendum, fjölskyldum þeirra og öllum velunnurum skólans gleðilegrar hátíðar og þakkar fyrir gott samstarf á liðnu ári. Skrifstofa skólans er lokuð 20. desember til 2. janúar en starfsmenn mæta aftur til starfa 3. janúar 2012. Skólastarf hefst að nýju fimmtudaginn 5. janúar með foreldra- og nemendaviðtölum. Þann dag verða óskilamunir til sýnis á borði staðsettu við inngang skólans og eru nemendur og foreldrar vinsamlegast beðnir um að skoða þá vel. Eftir foreldraviðtölin verða ósóttir munir gefnir í fatasöfnun Rauða krossins.
Til baka
English
Hafðu samband