Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur gegn einelti

08.11.2011
Dagur gegn einelti

Sérstakur dagur gegn einelti var 8. nóvember og í tilefni dagsins unnu nemendur Garðaskóla með hugtakið jákvæð samskipti.

Nemendur fóru með kennurum sínum yfir það hvað einkennir jákvæð samskipti sem og hvernig sé hægt að sporna við einelti.

Í fríminútum var líflegt um að litast þegar nemendur kepptust við að skrifa niður orð eða setningar sem tengjast jákvæðum samskiptum.

Afraksturinn má sjá á vegg skólans sem er nú þakinn litríkum miðum með jákvæðum setningum sem nemendur skrifuðu. Það má með sanni segja að nemendur Garðaskóla kunna að koma fyrir sig orði þegar um jákvæð samskipti er að ræða. Orð og setningar eins og BROSTU, GLEÐI, VINUR, ÁST, VERTU JÁKVÆÐUR, DAGURINN Í DAG ER FRÁBÆR prýða vegg skólans og minna okkur öll á mikilvægi jákvæðra samskipta.

Sjá myndir

Til baka
English
Hafðu samband