Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gagn og gaman

28.10.2011
Dagana 2.-4. nóvember eru haldnir gagn og gaman dagar í Garðaskóla. Þá er hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendur taka þátt í fjölbreytilegum verkefnum að eigin vali. Hópastarfið hefst kl. 13.20 þriðjudaginn 1. nóvember á kynningarfundi leiðbeinenda með hópunum sínum. Meðal hópa sem verða í gangi eru fótboltafíklar, skálaferð, skartgripagerð, kvikmyndir og kynningar á atvinnulífinu. Eftir vel unnin störf á fyrri hluta haustannar eiga nemendur svo sannarlega skilið að brjóta aðeins upp hversdagsleikann og læra nýja hluti í skemmtilegum verkefnum með starfsmönnum skólans.

Með samstarfskveðju,
starfsmenn Garðaskóla
Til baka
English
Hafðu samband