Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Matsala Garðaskóla opnar mánudaginn 29. ágúst.

27.08.2011
Matsalan verður opin alla skóladaga kl. 9-13.45 og þar er hægt að vera í áskrift að heitum mat, versla drykki, brauð, jógúrt, ávexti og fleiri smárétti. Hægt er að greiða með skólakortinu, peningum og debetkorti.

Það er fyrirtækið Skólamatur ehf. sem rekur matsöluna í vetur. Upplýsingar um þjónustu fyrirtækisins má nálgast á heimasíðu þeirra http://skolamatur.is. Mjög fáir nemendur í Garðaskóla hafa haft áhuga á að vera í áskrift að heitum mat og nemendur okkar geta ekki sótt um áskrift á heimasíðu Skólamatar að svo stöddu.

Skólamatur ehf. hefur nýhafið samstarf við Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem tekur þátt í verkefninu „heilsueflandi framhaldsskóli“. Við bindum vonir við að reynslan sem fyrirtækið byggir upp í því samstarfi geti haft jákvæð áhrif í matsölu Garðaskóla þannig að úrval verði fjölbreyttara og óskum nemenda um hollara matarúrval verði mætt. Skólamatur hefur fullan hug á að hlusta eftir röddum nemenda og foreldra og það verður væntanlega verkefni skólaráðs í vetur að halda utan um þetta samráð.

Með samstarfskveðju,
skólastjóri Garðaskóla
Til baka
English
Hafðu samband