Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Matsala Garðaskóla lokuð

22.08.2011
Matsala Garðskóla verður lokuð fyrstu skóladagana af ástæðum sem skólinn ræður engu um. Við hvetjum nemendur til að koma með hollt og gott nesti í skólann á meðan á þessu stendur og hafa það í huga að ekki er hægt að þrífa áhöld eftir máltíðir eins og þegar matsalan er opin.

Ástæða þess að matsalan er lokuð er sú að bæjarráð Garðabæjar samþykkti nýlega að taka tilboði fyrirtækisins Skólamatur ehf. í framleiðslu og sölu á mat í grunnskólum Garðabæjar en 10 dagar verða að líða frá því að tilboði er tekið þar til starfsemin má hefjast. Sjá nánar í frétt á heimasíðu Garðabæjar: http://www.gardabaer.is/Pages/367/NewsID/12620

Við látum vita af opnun matsölunnar um leið og hægt er.
Til baka
English
Hafðu samband