Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hjartahlýja

24.05.2011
HjartahlýjaNemendur Garðaskóla hafa staðið fyrir söfnunarátaki til styrktar Daníel Vilberg og hafa gert það hver á sinn hátt og sýnt mikla hjartahlýju í garð samnemanda síns. Helga Bjarney gaf t.d. afmælispeninginn sinn 16000 krónur í söfnunarátakið. Þá sýndu fleiri krakkar hug sinn í verki með því að baka möffins og selja á skólatíma og á leiksýningum. Einnig tók hópur sig til og söng á Laugaveginum fyrir vegfarendur og fólk gat gefið pening. Rúv varð á vegi þeirra og tók viðtal við hópinn sem m.a. var útvarpað þann 21.maí. Leikhópurinn gaf allt andvirði miðasölu af sunnudagssýningunni 22.maí. Sú sýning var sýnd beint á netinu og fylgdist Daníel Vilberg m.a. með og skemmti sér vel. Alls safnaðist 220 þúsund krónur í átakinu. Hugur okkar er hjá Daníel Vilberg og við sendum honum baráttukveðjur.
Til baka
English
Hafðu samband