Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsóknir á vegum Comenius samstarfs

23.05.2011
Heimsóknir á vegum Comenius samstarfs Enskudeild Garðaskóla hefur undanfarin ár staðið fyrir umfangsmiklu samstarfi við skóla víða í Evrópu á vegum Comenius áætlunar Evrópusambandsins. Á síðustu vikum hafa nemendur og kennarar frá samstarfsskólum í Finnlandi, Þýskalandi og Frakklandi komið og heimsótt Garðaskóla. Hóparnir hafa skoðað skólann og heimsótt kennslustundir auk þess sem þeir hafa farið í ýmsar skoðanaferðir um landið okkar. Nemendur Garðaskóla hafa staðið sig með mikilli prýði sem gestgjafar undir styrkri handleiðslu Önnu og Höllu enskukennara. Auk heimsókna milli landanna eru þeir nemendur og kennarar sem koma að samstarfsverkefninu að búa til spurningaspil þar sem hver þjóð leggur til spurningar tengdar landi og þjóð.
Til baka
English
Hafðu samband