Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn frá Holtaskóla

06.05.2011
Á miðvikudaginn komu nemendaráðgjafar frá Holtaskóla í Keflavík í heimsókn til okkar í Garðaskóla og eyddu deginum með nemendaráðgjöfum Garðaskóla.
Hópurinn tók strætó niður á Laugaveg 120 þar sem Reykjavíkurdeild Rauða Krossins var heimsótt. Krakkarnir fengu fræðslu um það fjölbreytta mannúðarstarf sem þar er unnið m.a. um heimsóknarvini, hjálparsímann 1717, fatasöfnun, um verkefni sem tengjast innflytjendum og Konukot. Deginum lauk síðan með sameiginlegri máltíð og umræðum um verkefni dagsins.
Til baka
English
Hafðu samband