Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skapandi skóli þemadagar 9. til 11. mars

08.03.2011
Dagana 9.-11. mars verður stór hluti nemenda Garðaskóla í skíðaferðalögum á vegum Garðalundar. Í tilefni þessa höfum við ákveðið að breyta til og í stað hefðbundinnar stundaskrár verða þemadagarnir „Skapandi skóli“ í gangi. Dagskrá hefst alla dagana kl. 8.30 og stendur til 13.30. Miðvikudag og fimmtudag verða nemendur annars vegar í hópastarfi í skólanum og hins vegar í vettvangsferðum á söfn og sýningar á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Allar ferðir eru farnar með strætó. Báða dagana þurfa nemendur að hafa með sér pennaveski og nesti eða pening/skólakort fyrir mat.

Föstudaginn 11. mars verður haldið skólaþing þar sem nemendur, starfsfólk og foreldrar taka þátt í umræðum um hvernig við viljum hafa skólann okkar. Þeir sem vilja taka þátt í þinginu mæta á sal skólans kl. 11.00 og þingið stendur til 13.00. Sýning á hugmyndum og verkum sem nemendur vinna á þemadögum verður opin á sal skólans frá kl. 10.00-13.30 og eru foreldrar boðnir sérstaklega velkomnir að skoða hana ef þeir hafa ekki tíma til að sitja allt þingið.
Til baka
English
Hafðu samband