Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gísli Súrsson í Garðaskóla

07.03.2011
Gísli Súrsson í Garðaskóla Miðvikudaginn 2. mars sl. var einleikur, byggður á sögu Gísla sögu Súrssonar, fluttur í Garðaskóla. Leiksýningin var kærkomin því áhorfendur, nemendur 10. bekkjar og flugferðarnemendur úr 9. bekk, höfðu nýlokið lestri sögunnar. Leikarinn snjalli Elvar Logi Hannesson hefur farið vítt og breitt um landið með sýningu sína undanfarin ár og hefur komið sögunni í stuttan og lifandi búning en flutningurinn tekur aðeins 55 mínútur. Krakkarnir höfðu gaman af sýningunni og hylltu leikarann í lokin. Kunnum við Elvari bestu þakkir fyrir komuna og vonumst til að geta boðið upp á sýninguna að ári.
Myndir...
Til baka
English
Hafðu samband