Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Verkefnavinna um Afríku

19.01.2011
Verkefnavinna um Afríku Undanfarið hefur verið unnið með Afríku í 9. bekk í samfélagsfræði. Þarna hefur verið um hópavinnu að ræða 3-5 nem. saman. Hóparnir hafa svo valið sér eitt af löndum álfunnar og fjallað um það og kynnt fyrir kennara og samnemendum sínum. Fyrir utan að segja frá ýmsum helstu landfræðilegu þáttum kynna þau sérkenni hvers lands fyrir sig hvað snertir uppruna menningu sögu og hefðir. Við þessa kynningu eru ýmiskonar frumlegar uppákomur. Má þar nefna dans frá Uganda, snakk frá Sómalíu kökur frá Egyptalandi og S-Afríku .
Verkefnið hefur tekist á allan hátt vel og eru nemendur að ljúka kynningum sínum þessa dagana.
Til baka
English
Hafðu samband