Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn á Náttúrufræðistofu Kópavogs

25.11.2010 14:21
Heimsókn á Náttúrufræðistofu Kópavogs

Nýlega fóru nemendur í 9. bekk í heimsókn á Náttúrufræðistofu Kópavogs, þar sem er fjölbreytt safn náttúrugripa, ásamt búrum með bæði sjávar- og ferskvatnslífverum. Þar að auki stendur Náttúrufræðistofa að fræðslu og rannsóknum í náttúrufræðum og stuðlar að náttúru- og umhverfismennt.

Undanfarið hafa 9. bekkingar verið að læra um hryggdýr og því kjörið að heimsækja Náttúrufræðistofu og sjá og fræðast nánar um námsefnið. Við færum líffræðingum stofunnar kærar þakkir fyrir góðar móttökur.

Til baka
English
Hafðu samband