Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
24.11.2010 10:21
Nemendur í Garðaskóla sigra Stíl 2010Fjórar stúlkur í 8. KFS þær Arna Dís, Hildur, Sara Líf og Tinna unnu Stíl 2010 sem haldin var í Vetrargarðinum í Smáralindinni laugardaginn 20. nóvember.
Í ár var þemað Tilfinningar og unnu þær með tilfinninguna Innilokunarkennd. Alls tóku 62 lið þátt í keppninni í ár fyrir hönd sinnar félagsmiðstöðvar. Dómnefnd var skipuð þekktum einstaklingum í tískuheiminum eins og Haffa Haff og Heiðu í Nikita en ekki er eingöngu keppt í fatahönnun heldur einnig í hárgreiðslu og förðun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Garðalundur sigrar í þessari keppni en fyrir tveimur árum voru það nemendur í 10. bekk sem sigruðu. Það eru þær Guðrún Björk textílkennari í og Brynhildur í Garðalundi sem eiga veg og vanda að framkvæmd Stíls í hér innanhúss.
Til baka
English
Hafðu samband