Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hreystibraut og körfuboltavöllur!

13.10.2010
Hreystibraut og körfuboltavöllur! Það var heldur betur líf og fjör við Flata- og Garðaskóla sl. fimmtudag þegar bæjarstjóri og fjölmargir tápmiklir krakkar vígðu tvö glæsileg íþróttamannvirki við skólana við hátíðlega athöfn Um var að ræða fullkomna hreystibraut við Flataskóla þar sem meistarar framtíðarinnar í ”Skólahreysti” og aðrir kappsamir geta æft sig og, púlað og svitnað. Hitt var nýr og glæsilegur körfuboltavöllur með fjórum körfum og mjúku undirlagi við Garðaskóla. Bæði þessi mannvirki eru kærkomin og óvænt búbót í miðri krepputíð! Greinilegt er að ánægja barnanna hér á bær er mikil og eru ráðamönnum bæjarins færðar bestu þakkir fyrir góðan hug til hreyfingar og útivistar barna og unglinga bæjarins.
Til baka
English
Hafðu samband