Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Comenius 2008-2010

28.09.2010
Comenius 2008-2010

Garðaskóli hefur undanfarin ár unnið að ýmsum Comeniusar verkefnum sem styrkt hafa verið af Evrópsambandinu. Samstarfsskólar okkar eru frá Teningen í Þýskalandi, La Brouqe í Frakklandi, Lahti í Finnlandi, Lleida á Spáni, Bari á Ítalíu og Tianjin í Kína.

Nýjasta verkefnið var unnið frá 2008-2010 og heitir FOOD, CULTURE and HEALTH. Nemendur í þáttökuskólunum söfnuðu uppskriftum sem eru dæmigerðar fyrir lönd þeirra, þýddu þær á ensku og elduðu í skólaeldhúsunum. Einnig skrifuðu þau um skólann sinn, heimabæinn og um fæðutegund sem er einkennandi fyrir viðkomandi land. Í nemendaheimsóknum elduðu nemendurnir saman og kynntust þannig matarmenningu hins landsins. Afraksturinn er kokkabók gefin var út en er nú einnig hægt að nálgast á heimasíðu skólans.
Theodor Frank Schule í Teningen í Þýskalandi sem var stýriskóli verkefnisins sá um umbrot og prentun og vann mjög gott starf.

Hér má nálgast matreiðslubókina.

Til baka
English
Hafðu samband