Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur fá fræðslu um fatlaða

22.04.2010

Í s.l. viku fengum við í valtímanum Að rækta líkamann sem er fyrir nemendur í 9- og 10. bekk heimsókn frá Íþróttasambandi Fatlaðra, hana Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur, sem er framkvæmdarstjóri fræðslu- og útbreiðslusviðs sambandsins. Hún hefur komið í heimsókn til okkar undanfarin ár í þennan valhóp. Þar hefur hún farið í gegnum ýmsar þær hindranir sem fatlaðir einstaklingar standa frammi fyrir og kynnt þeim í leiðinni ýmsar þær íþróttir sem fatlaðir geta stundað. Það er eins og við segjum við nemendur okkar að það sé ekki sjálfgefið að fæðast heilbrigður og það er okkar stærsti happdrættisvinningur sem við getum fengið í lífinu að vera heilbrigður.

Anna Karólína leyfði þeim að fara í blindrabolta, boðhlaup með bundið fyrir augun, og boccia. Þetta tókst eins og vanalega mjög vel og var hún ánægð með móttökurnar.

 Ólafur Ág. Gíslason, íþróttakennari

Til baka
English
Hafðu samband