Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skemmti- og kynningarkvöld 10.bekkinga

26.02.2010
Skemmti- og kynningarkvöld 10.bekkingaSkemmti- og kynningarkvöld 10.bekkinga var haldið 9.febrúar sl. Fulltrúar frá þrettán framhaldsskólum komu til okkar og voru með kynningarborð fyrir sinn skóla. Bekkjarkvöldið var vel heppnað og mæting nemenda og forráðamanna þeirra hefur aldrei verið betri. Það komu einnig um 50 nemendur frá Álftanesi og forráðamenn þeirra. Nemendur voru með fjölbreytt skemmtiatriði og foreldrar fylltu glæsilegt hlaðborð þar sem gestir gátu gætt sér á veitingum á milli þess sem þeir öfluðu sér upplýsingar um námið í framhaldsskólunum. Við þökkum öllum þeim sem lögðu okkur lið í að gera kvöldið svona skemmtilegt. Myndir
Til baka
English
Hafðu samband