Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðalfundur Foreldrafélags Garðaskóla

18.09.2009
Aðalfundur Foreldrafélags Garðaskóla

- verður haldinn í stofu 301 og 302 (í viðbyggingu skólans) fimmtudaginn 24.september kl. 18.00.

Dagskrá:

. Ávarp skólastjóra og kynning á foreldrastarfi: Skólaráð og ný ákvæði um foreldrafélög í nýjum grunnskólalögum
. Framsaga fulltrúa undirbúningsnefndar að endurreisn Foreldrafélagsins
. Lög félagsins lögð fram
. Fjármál Foreldrafélags - staða
. Kosning stjórnar
. Almennar umræður um þátttöku foreldra í skólastarfinu (bekkjarfulltrúar o.fl.)

. Önnur mál

Í nýjum lögum um grunnskóla fjallar 9. grein um hlutverk foreldrafélags í grunnskóla:

"Við grunnskóla skal starfa foreldrafélag. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla.

Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð."

Með bestu kveðju

Ragnar Gíslason, skólastjóri Garðaskóla
Til baka
English
Hafðu samband