Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samfélagsfræðiverkefni

22.05.2009 16:54
Þessa dagana fer fram margvísleg verkefnavinna í öllum árgöngum í samfélagsfræði. Í 8 bekk er unnið að verkefni þar sem nemendur vinna saman í hópum svokallað landshlutaverkefni. Þar er fjallað um t.d. ákveðin landshluta,bæ eða þjóðgarð (Þingvellir) út frá ýmsum sjónarhornum,menning saga,náttúrufar,ferðamannastaðir og fleira. Verkinu líkur með kynningu hópanna.
9. bekkur er að skrifa heimildaritgerð sem er lokahnykkur á umfjöllun okkar um Jón Sigurðsson og hugmyndir 19. aldar. Þarna eru nemendur að skrifa ritgerð um t.d. frönsku byltinguna,rússnesku byltinguna, frelsisstríð Bandaríkjanna og Víetnamstríðin.
Nemendur í valhópunum í 10. bekk eru að kynna sér rök með og á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu og munu hóparnir kynna niðurstöður sínar næstkomandi föstudag.
Til baka
English
Hafðu samband