Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

MARÍTA - VÍMUVARNIR í 8.-9. bekk

28.01.2009

Dagana 3. – 5. febrúar verða á dagskrá í Garðaskóla fræðslufundir Maríta um vímuvarnir fyrir nemendur í 8.-9. bekk. Foreldrar eru síðan boðaðir á fund í framhaldi.
Skólafræðsla Maríta hefur á undanförnum árum fengið góðar undirtektir og er talin hafa mikið forvarnargildi.
Maríta á Íslandi er forvarnasvið Samhjálpar. Aðalverkefni er samstarf á vettvangi forvarnafélagsins Hættu áður en þú byrjar er varðar fræðslu um skaðsemi fíkniefna.


Samstarfsaðilar Samhjálpar í skólafræðslunni eru Forvarna- og fræðsludeild lögreglunnar í Reykjavík og Reykjavíkurborg. Helsti styrktaraðili fræðslunnar er Lýðheilsustöð.
__________________________________
Fræðslufundir nemenda í gryfju Garðaskóla 3. – 5. febrúar

Nemendur eiga að mæta í kennslustundir samkvæmt stundaskrá svo hægt sé að skrá viðveru. Þeir fara síðan í gryfju sem hér segir:

Þriðjudagur 3. febrúar Kl. 8.20-09.30 8.KS
Kl. 09.50-11.50 9.GE - 9.RE
Miðvikudagur 4. febrúar Kl. 8.20-09.30 8.HV - 8.EE
Kl. 09.50-11.50 9.ES – 9.GS – 9.HÓ
Fimmtudagur 5. febrúar Kl. 08.20 -09.30 8.MM – 8.ÓG
Kl. 09.50 – 11.50 9.IW – 9.MB – 9.GUE

Foreldrafundur

Foreldrar 8.-9.bekkja eru boðaðir á fund að morgni
föstudagsins 6. febrúar kl. 8.30-10.30 í gryfju Garðaskóla.
Farið verður yfir fræðsluna sem nemendur fengu og fulltrúi lögreglunnar og unglingaráðgjafi Garðabæjar ræða við foreldra og svara spurningum.

Sjá auglýsingu


Til baka
English
Hafðu samband