Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaheimsóknir í framhaldsskóla:

09.01.2009
Tveir framhaldsskólar hafa gefið út dagsetningar á opnum húsum á vorönn fyrir nemendur og forráðamenn þeirra. Það eru Verslunarskóli Íslands þann 5.mars kl. 18.00 og Menntaskólinn í Reykjavík á þriðjudögum kl. 15.00 á tímabilinu 2.febrúar til 28. mars. Nemendur og forráðmenn eru hvattir til að nýta sér þessar heimsóknir vel og fylgjast vel með nýjum og nánari upplýsingum á heimasíðu skólans undir krækjunni ,,Opin hús framhaldskólanna“ . Aðeins verður farið í skipulagða heimsókn í Fjölbrautaskólann í Garðabæ á skólatíma á vorönn. Nánari upplýsingar fást hjá Ástu og Auði, námsráðgjöfum Garðaskóla.
Til baka
English
Hafðu samband